West Ham 3-1 Manchester United
1-0 Felipe Anderson(5′)
2-0 Victor Lindelof(sjálfsmark, 43′)
2-1 Marcus Rashford(71′)
3-1 Marko Arnautovic(74′)
Manchester United tapaði sínum þriðja leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er liðið mætti West Ham í dag.
Um var að ræða fyrsta leik dagsins í úrvalsdeildinni en West Ham gerði sér lítið fyrir og hafði betur, 3-1.
Felipe Anderson kom West Ham yfir snemma leiks áður en Victor Lindelof varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Marcus Rashford lagaði stöðuna fyrir United í síðari hálfleik en stuttu síðar bætti Marko Arnautovic við þriðja marki heimamanna.
West Ham lyftir sér upp í 12. sæti deildarinnar með sigrinum en United situr nú í áttunda sætinu með 10 stig.