Arnar Grétarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu er í viðræðum við APOEL á Kýpur. Þetta herma mjög öruggar heimildir 433.is.
APOEL vill fá Arnar sem nýjan yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu en félagið ætlar í breytingar.
Breytingar hafa verið á þjálfaramálum og tók Bruno Miguel Nunes Baltazar frá Portúgal við liðinu á dögunum.
Arnar er staddur í Kýpur þessa stundina en hann skoðar aðstæður hjá félaginu og ræðir við það þessa stundina. Það ætti að skýrast á allra næstu dögum hvort Arnar taki starfið eða ekki en félagið hefur samkvæmt heimildum mikinn áhuga.
Arnar hefur mikla reynslu úr starfi yfirmanns knattspyrnumála en hann starfaði sem slíkru hjá AEK Aþenu í Grikklandi og Club Brugge í Belgíu.
Hann starfaði síðasti sem þjálfari Breiðabliks en var rekinn úr starfi fyrir tæpum 18 mánuðum.
Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Arnar því að fara í viðræður um að taka við Grindavík en liðið leitar sér að nýjum þjálfara.