fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Þessir fjórir ættu að koma til greina sem leikmaður ársins í Pepsi deildinni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. september 2018 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi deild karla lýkur um helgina með heilli umferð en ljóst er að Keflavík og Fjölnir munu kveðja deildina.

Valur er í efsta sætinu og þarf að vinna Keflavík í siðustu umferðinni til að verða meistari.

Breiðablik og Stjarnan vona að hið ómögulega gerist, sigur myndi þá duga Breiðabliki en Stjarnan þyrfti einnig að vinna FH með talsverðum mun.

Deildin hefur verið jöfn og spennandi þó deilur séu á lofti um að gæði deildarinnar hafi verið góð.

Leikmaður ársins verður valinn að tímabili loknu og 433.is ákvað að taka þá fjóra leikmenn sem koma til greinaa að okkar mati.

Um er að ræða leikmenn sem hafa skarað fram úr í deildinni í sumar.


Patrick Pedersen (Valur)
Hefur raðað inn mörkum fyrir Val og verið jafn besti maður liðsins, gæti jafnað markametið með þrennu gegn Keflavík um helgina.


Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Hefur verið að spila frábærlega í sumar, yfirburðar varnarmaður í deildinni og væri verðskuldað besti leikmaður ársins.


Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Gunnleifur hefur verið magnaður í sumar, átti ekkert sérstakt sumar í fyrra en 43 hefur hann gefið allt í botn og verið yfirburðar markvörður í deildinni í sumar.


Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar Árni var magnaður framan af sumari og lengi vel stefndi að hann myndi fella markametið, hefur hins vegar verið rólegur síðustu vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester