Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var óánægður með dómgæsluna í kvöld er hans menn mættu Chelsea.
Klopp var óánægður með fyrra mark Chelsea sem bakvörðurinn Emerson Palmieri skoraði eftir aukaspyrnu.
VAR var notað á leiknum í kvöld og segir Klopp að Ross Barkley hafi verið rangstæður í markinu. Dómararnir voru ekki sammála.
Barkley átti skalla sem Simon Mignolet varði og náði Emerson svo frákastinu og skoraði.
,,Ég held að ég sé ekki með Liverpool gleraugun á mér en þetta var rangstaða,“ sagði Klopp eftir leik.
,,Það munaði ekki miklu og ég býst ekki við að dómarinn sjái þetta en það er hægt að skoða atvikið með VAR.“
,,Af hverju að nota VAR ef þú ætlar ekki að taka rétta ákvörðun?“