Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert fengið að spila hjá Nantes á þessu tímabili og er algjörlega í kuldanum hjá félaginu.
Miguel Cardoso er þjálfari Nantes í dag en óvíst er hvort hann verði hjá félaginu mikið lengur.
Samkvæmt enskum miðlum er möguleiki á að David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United og Everton, sé á leið til Frakklands.
Moyes hefur verið án félags síðan hann var látinn fara frá West Ham í sumar.
Moyes er mikill aðdáandi Íslands og íslenska landsliðsins og er möguleiki á að Kolbeinn fái líflínu hjá Nantes ef hann tekur við.
Moyes er mjög umdeildur stjóri en hann hefur ekki þótt náð góðum árangri með neinu félagi síðan hann yfirgaf Everton fyrir United 2013.