fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Kristján Guðmunds hættir með ÍBV

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Guðmundsson mun ekki halda áfram þjálfun hjá liði ÍBV í Pepsi-deild karla en þetta staðfesti félagið í dag.

Kristján hefur þótt náð góðum árangri með ÍBV en liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð undir hans stjórn.

Félagið staðfesti það þó í dag að Kristján hafi ákveðið að segja starfi sínu lausu og róar á önnur mið eftir tímabilið.

Tilkynning ÍBV:

Kristján Guðmundsson þjálfari meistarflokks karla ÍBV hefur tekið þá ákvörðun um að hætta þjálfun liðsins eftir leik liðsins gegn Grindavík á laugardag. Leikmönnum var tilkynnt um þetta eftir æfingu liðsins fyrr í dag.

Síðastliðin 2 ár hefur Kristján unnið gott starf fyrir ÍBV og lagt sitt af mörkum í að gera ÍBV að stöðugu liði í efstu deild.

Undir hans stjórn tókst ÍBV að landa fyrsta titli sínum í 19 ár þegar bikarmeistaratitill vannst 2017 sem færði liðinu sæti í Evrópukeppni en þar tók ÍBV síðast þátt 2013. Ásamt því að landa titli og koma á stöðugleika þá hefur Kristján gefið mörgum ungum uppöldum leikmönnum tækifæri á að stíga sín fyrstu skref í efstu deild.

Knattspyrnuráð ÍBV þakkar Kristjáni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í hans næstu verkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnar endurkomu til Arsenal

Hafnar endurkomu til Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarliðin í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar – Nýju mennirnir byrja hjá Liverpool

Byrjunarliðin í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar – Nýju mennirnir byrja hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Í gær

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal