fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. september 2018 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir knattspyrnumenn jafn metnaðarfullir og Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus.

Ronaldo er þekktur fyrir það að vera mjög metnaðarfullur og hugsar um fátt annað en að vinna og að vera í sínu besta standi.

Það sama má ekki segja um fyrrum framherjann Dani Osvaldo sem hefur lagt skóna á hilluna.

Osvaldo var góður leikmaður á sínum tíma og spilaði með liðum eins og Roma, Sampdoria, Inter og Boca Juniors. Hann var einnig í ítalska landsliðinu.

Osvaldo reyndi fyrir sér í fótbolta með vinum sínum í gær en átti á endanum í erfiðleikum með að anda vegna reykinga.

,,Ég er ekki mikill aðdáandi morgnanna. Ég reyki mikið og fór í fótbolta í gær með vinum mínum og kafnaði næstum því,“ sagði Osvaldo.

,,Cristiano Ronaldo fer heim og gerir 150 armbeygjur en mér finnst skemmtilegra að undirbúa grillveislur.“

,,Fótboltinn gaf mér tækifæri á að hjálpa fjölskyldunni minni og að þéna mikið og ég þarf ekki að vinna aftur.“

,,Hann breytti mínu lífi en tók einnig frelsið frá mér og ég get ekki gefið það upp. Ég elska samt ennþá fótbolta, ég get ekki neitað því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forest að kaupa öflugan leikmann frá City

Forest að kaupa öflugan leikmann frá City
433Sport
Í gær

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa
433Sport
Í gær

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Í gær

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys
433Sport
Í gær

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni