fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. september 2018 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var frábær í gær er liðið vann öruggan 4-0 sigur á Bournemouth.

Jói Berg skapaði mikið af færum fyrir Burnley í leiknum og lagði upp annað mark liðsins.

Danny Murphy, fyrrum landsliðsmaður Englands, hélt ekki vatni yfir okkar manni í gær og talaði frábærlega um hann eftir leik.

,,Jóhann Berg Guðmundsson var stjarnan í dag, Aaron Lennon spilaði líka mjög vel,“ sagði Murphy.

,,Við höfum séð Sean Dyche gera þetta áður að nota hægri fótar mann vinstra megin og vinstri fótar mann hægra megin.“

,,Bakverðir Bournemouth réðu ekkert við þá. Jóhann Berg er með frábæran vinstri fót og hann er á meðal þeirra bestu sem ég hef séð þegar kemur að fyrirgjöfum.“

,,Ég elska vængmann sem getur notað báðar lappir til að senda fyrir. Bakvörðurinn er þá í miklum vandræðum.“

,,Hann var frábær í dag og bakvörðurinn sem hann var að spila við var tekinn af velli í hálfleik vegna þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands