Í dag átti að fara fram leikur Hugins og Völsungs en um er að ræða leikinn umdeilda sem á að endurtaka.
Huginn hafði betur er liðin áttust við þann 17. ágúst en Völsungur er nú fimm stigum frá Gróttu sem situr í öðru sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir.
Helgi Ólafsson, dómari í umræddum leik gerði sig sekan um slæm mistök er hann rak Freyþór Hrafn Harðarson af velli.
Helgi ruglaðist á leikmönnum en hann taldi að Freyþór hafði áður fengið gult spjald í leiknum en svo var ekki.
KSÍ tók því ákvörðun um að spila leikinn aftur, eitthvað sem allir voru alls ekki sáttir með.
Leikurinn átti að fara fram á Fellavelli á Egilsstöðum og eru leikmenn Völsungs mættir til leiks.
Í upphaflegri tilkynningu KSÍ var greint frá því að leikurinn ætti að fara fram á Seyðisfjarðarvelli en því var svo breytt samkvæmt vefsíðu ksi.is.
Leikmenn Hugins eru á Seyðisfjarðarvelli þessa stundina og eru því ekki mættir á réttan völl. Leikurinn átti að hefjast fyrir 18 mínútum.
Það verður gríðarlega fróðlegt að fylgjast hvað gerist næst og hvort að leikurinn muni fara fram að lokum.
Kl 16.22 Fréttir að berast héðan að Huginn séu búnir að stilla upp liði á Seyðisfjarðarvelli – forvitnilegt ef satt reynist
— Dagur Skírnir (@DagsiOdins) 19 September 2018
Svona er stadan kl 16.30 a Fellavelli sem er settur leiktími pic.twitter.com/mPWQBAL9dL
— Dagur Skírnir (@DagsiOdins) 19 September 2018
Kl 16.35 Var að berast mynd frá Seyðisfirði pic.twitter.com/6R5hWyFDXr
— Dagur Skírnir (@DagsiOdins) 19 September 2018