fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

800 daga martröð Kolbeins lauk í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa verið fjarverandi í rúm tvö ár frá landsliðinu vegna meiðsla þá snéri Kolbeinn Sigþórsson aftur til baka í gær.

Kolbeinn lék í rúmar tuttugu mínútur í 0-3 tapi gegn Belgíu og Erik Hamren hrósar honum mikið.

Kolbeinn hafði ekki klæðst íslensku landsliðtreyjunni í slétta 800 daga eða síðan 3. júlí árið 2016 þegar íslenska liðið tapaði gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á EM þar í landi.

,,Ég hef verið mjög sáttur með það sem ég hef séð frá honum, hann hefur bætt sig með hverri æfingunni,“ sagði Hamren að leiknum.

,,Hann er í erfiðri stöðu og fékk ekki að æfa með Nantes áður en hann kom til liðs við okkur, hann er í góðu standi.“

Kolbeinn hefur verið ótrúlega óheppin með meiðsli á ferli sínum en í fyrsta sinn í mörg ár er hann verkjalaus.

,,Hann er verkjalaus í líkamanum, ég er glaður fyrir hans hönd. Þú sást brosið á honum, hann hefur brosað á öllum æfingum. Ég vona að hann komi til baka hjá Nantes og fái að spila.“

Hamren vonast til þess að Kolbeinn geti nýst landsliðinu vel og fái að spila hjá Nantes.

,,Að mínu viti er hann frábær leikmaður, ef hann kemur sér í stand og spilar hjá Nantes þá verður hann góður leikmaður fyrir okkur. Hann elskar að spila fótbolta, leikmaður sem hefur verið með endalausa verki og er núna verkjalaus, það er gefur honum mikið.“

Kolbeinn er einn allra besti framherji sem Ísland hefur átt en hann hefur skorað 22 mörk í 45 landsleikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson