fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Svona vill Erik Hamren að íslenskir landsliðsmenn hugsi þegar þeir horfa í spegil eftir leikinn við Belgíu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. september 2018 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á erfitt verkefni fyrir höndum. Hann þarf að rífa íslenska liðið eftir 6-0 tap gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag.

Erfitt verkefni er á morgun þegar næst besta landslið í heimi, Belgía heimsækir Laugardalsvöll. Ef liðið spilar eins og á laugardag er ljóst að úrslitin gætu orðið ljóst.

Hamren hefur ákveðið að skilja úrslitin við Sviss eftir og einbeitir sér nú að Belgíu.

,,Við getum talað mikið um það sem gerðist, við töluðum um það eftir leik. Þú hefur 24 tíma til að fagna ef vel fer eða 24 tíma til að kvarta ef það fer allt úrskeiðis og þú ert ekki sáttur með frammistöðuna og úrslitin,“ sagði Hamren á fundi í dag.

,,Við töpuðum, skipulagið okkar og hvernig við unnum saman eftir að hafa farið 3-0 undir. Þetta voru slæm úrslit, við höfum skilið það eftir.“

Hamren fór yfir það hvað hann vill sjá þegar íslenska liðið mætir Belgíu á morgun.

,,Við höfum núna sett einbeitingu okkar á Belgíu, við vorum á fundi um þann leik núna. Það er mikilvægt að spila vel, svo leikmenn geti horft í spegil eftir leikinn og geti séð sig í speglinum og verið stoltir, að þeir hugsi að þeir hafi gert allt fyrir liðið. Að þegar þeir horfa í augun á hvor öðrum, að þeir geti hugsað að þeir hafi gert þetta saman. Að þeir hafi gefið 100 prósent í þetta, að við verðum sáttir með frammistöðuna. Við sjáum svo hver úrslitin verða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu