fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Uppgjöfin í leiknum gegn Sviss var átakanleg að mati Hödda Magg – ,,Hvað voru menn að gera í þessum æfingabúðum?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. september 2018 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu fer yfir landsleik Sviss og Íslands í Þjóðadeildinni í Fréttablaðinu í dag.

Íslenska landsliðið var kjöldregið í fyrsta sinn í mörg ár og tapaði 6-0 á útivelli, óásætanleg úrslit og frammistaða.

Íslenska liðinu vantaði fjóra lykilmenn í leiknum en Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Emil Hallfreðsson voru fjarverandi.

Það afsakar þó ekki frammistöðu liðsins og ljóst er að margt og mikið þarf að bæta áður en liðið mætir Belgíu á morgunn, leikið verður á Laugardalsvelli.

„Kannski er erfitt að kveikja neistann hjá leikmönnum aftur. Eftir að hafa komist á EM og í 8-liða úrslit þar og fylgja því eftir með því að vinna mjög erfiðan riðil í undankeppni HM og fara á stærsta sviðið gæti einhver sagt að það væri ekki hægt að gera betur. Strákarnir eru kannski komnir á vegg sem er ekkert óeðlilegt,“ segir Hörður við Fréttablaðið.

„Það er ekki sama hvernig þú tapar leikjum. Uppgjöfin sem var í þessum leik var átakanleg. Ég hef ekki séð svona í langan tíma,“ segir Hörður. „Hvað voru menn að gera í þessum æfingabúðum? Fengu nokkra daga við bestu aðstæður. Og af hverju var engu breytt í hálfleik, þegar staðan var 2-0? Þetta kom mér á óvart og gefur ekki góð fyrirheit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu