fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Þetta sagði Gerrard við leikmenn í hálfleik í ótrúlegri endurkomu Liverpool – ,,Ég mun aldrei gleyma þessari ræðu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. september 2018 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Djibril Cisse, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur greint frá því hvað Steven Gerrard sagði við leikmenn liðsins í hálfleik í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2005.

Liverpool var 3-0 undir gegn AC Milan í hálfleik en kom ótrúlega til baka í síðari hálfleik og jafnaði metin. Liðið vann svo að lokum í vítakeppni.

Cisse segir að hann muni aldrei gleyma því sem Gerrard sagði við leikmenn í leikhléi.

,,Stevie stendur upp og segir að Liverpool sé það eina sem skipti hann máli,” sagði Cisse.

,,Þetta er hans félag, það eina sem hann þekkir og hann vildi ekki vera hlátursefni í sögu Meistaradeildarinnar.”

,,Hann segir við okkur að ef við virðum hann og elskum sem fyrirliða þá þurfum við að setja okkur í stand og koma okkur aftur inn í leikinn.”

,,Hann skoraði fyrsta markið og vann svo vítaspyrnuna. Hann átti ótrúlegan seinni hálfleik og kláraði leikinn í bakverði.”

,,Hann átti klikkaðan leik en ég mun aldrei gleyma þessari hálfleiksræðu.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“