fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

,,Viss um að Aron Einar hafi horft grátandi á þennan leik“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. september 2018 18:10

Ísland á HM 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði stórt í Þjóðadeildinni í dag er við mættum Sviss í fyrstu umferð.

Sviss hélt sýningu í heimalandinu í dag og vann öruggan og sannfærandi 6-0 sigur gegn mjög slöku íslensku liði.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Hvað er jákvætt við þennan leik? Hann er búinn, það er það eina.

Það má alveg hrósa þeim svissnensku fyrir þeirra leik. Buðu upp á fallegan sóknarbolta og skoruðu sex mörk.

Mínus:

Ísland hefur ekki tapað eins stórt síðan 2001 er liðið spilaði við Dani í undankeppni HM. Þar höfðu Danir betur, 6-0.

Það eru margir leikmenn Íslands sem hafa aldrei spilað eins illa og í dag. Margir að eiga sinn versta landsleik frá upphafi.

Breytingar þurftu að eiga sér stað en þetta hefði aldrei gerst undir stjórn Heimis. Aldrei í lífinu.

Við fengum á okkur SEX mörk. Það er ekki í lagi. Þessi deild skiptir ekki mestu máli en ég er viss um að Aron Einar Gunnarsson hafi horft grátandi á þennan leik. Til skammar.

Við erum þekktir fyrir það að berjast og að gefast ekki upp. Það var gefist strax upp í dag, það nennti þessu enginn.

Það eru ekki bestu fréttir í heimi að næsti leikur sé gegn Belgum. Það er mun sterkara lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gummi Magg í Breiðablik

Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba
433Sport
Í gær

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar
433Sport
Í gær

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið