fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Einkunnir Íslands gegn Sviss – Margir hafa aldrei spilað eins illa

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. september 2018 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið spilaði hræðilegan leik í dag er liðið mætti Sviss í Þjóðadeildinni.

Íslensku strákarnir voru að spila sinn fyrsta leik síðan á HM í Rússlandi í sumar þar sem frammistaðan var í lagi.

Erik Hamren tók við keflinu af Heimi Hallgrímssyni eftir mótið og er óhætt að segja að hann byrji hörmulega.

Sviss burstaði Ísland 6-0 í dag og var ekki einn leikmaður sem náði sér almennilega á strik.

Hér má sjá einkunnirnar úr leiknum.

Hannes Þór Halldórsson 3
Alls ekki besti landsleikur Hannesar sem leit ekki sannfærandi út.

Birkir Már Sævarsson 3
Bauð upp á afskaplega lítið sóknarlega en var þó ekki slakasti maður vallarins.

Guðlaugur Victor Pálsson 2
Var í miklu basli og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Virkaði stressaður og gerði mistök.

Sverrir Ingi Ingason 3
Það var búist við miklu af Sverri Inga og Ragnari Sigurðssyni í dag en þeir leika saman í vörn Rostov. Þeir voru ekki á sömu blaðsíðu í dag.

Ragnar Sigurðsson 3
Sama og með Sverri. Þeir gáfu leikmönnum Sviss alltof mikinn tíma og virkuðu hálf ringlaðir. Bara skelfilegt heilt yfir.

Birkir Bjarnason 3
Ísland bauð nánast ekki upp á neitt sóknarlega og var Birkir týndur eins og aðrir leikmenn liðsins, baráttan ekki til staðar eins og oft áður.

Gylfi Þór Sigurðsson 4
Gylfi átti tvær fínar aukaspyrnur í fyrri hálfleik en það var ekki mikið meira en það. Okkar líflegasti maður í fyrri hálfleik þrátt fyrir það.

Björn Bergmann Sigurðarson 2
Það er vont að þurfa að nota orðið ‘hræðilegt’ en Björn gerði ekkert og virtist ekki hafa neinn áhuga á þessu.

Rúrik Gíslason 3
Bauð ekki upp á neitt. Fékk tækifærið í dag en það var svo sannarlega ekki nýtt.

Jón Daði Böðvarsson 3
Það var enginn sem stóð upp úr í dag og ekki var það Jón Daði. Fékk lítið í hendurnar.

Ari Freyr Skúlason 2
Var í miklu, miklu basli með Xherdan Shaqiri í dag. Virkilega erfiður dagur fyrir Ara.

Varamenn:
Theodór Elmar Bjarnason 4
Viðar Örn Kjartansson 3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gummi Magg í Breiðablik

Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba
433Sport
Í gær

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar
433Sport
Í gær

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið