Leikjum kvöldsins í Þjóðadeildinni er lokið en þar gerðu meðal annars Ítalía og Pólland jafntefli.
Rússland heldur góðu gengi frá HM áfram en þar vann liðið 1-2 sigur á Tyrklandi. Þarna mættust tveir umdeildustu þjóðarleiðtogar í heimi. Erdogan þurfti að bíta í það súra epli að tapa gegn Vladimir Pútin.
Þá unnu frændur okkar í Færeyjum mjög góðan heimsigur á Möltu.
Úrslit kvöldsins eru hér að neðan.
Úrslit kvöldsins
Ítalía 1 – 1 Pólland
Tyrkland 1 – 2 Rússland
Albanía 1 – 0 Ísrael
Litháen 0 – 1 Serbía
Rúmenía 0 – 0 Svartfjallaland
Aserbaídsjan 0 – 0 Kósóvó
Færeyjar 3 – 1 Malta