Samúel Kári Friðjónsson átti góðan leik í dag er íslenska U21 landsliðið mætti Eistum á Kópavogsvelli.
Um var að ræða leik í undankeppni EM en íslensku strákarnir höfðu betur örugglega að lokum, 5-2.
Samúel skoraði þriðja mark Íslands í leiknum og það glæsilegasta. Hann átti þrumuskot langt fyrir utan teig sem flaug í mark vinkilinn.
Samúel er 22 ára gamall og þykir efnilegur en hann spilar með liði Valerenga í Noregi.
Hann á að baki tvo A landsleiki og var partur af hópnum á HM í sumar.
Hér má sjá markið.
Sammi Fridjonsson ? remember the name @sammikara pic.twitter.com/CWlRXskinh
— Birkir Freyr (@birkirfreyr) 6 September 2018