fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

10 atriði sem foreldrar ungra barna ættu aldrei að leiða hjá sér

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 6. september 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll veikjumst við og ung börn verða oftar en ekki fyrir barðinu á allskonar pestum. Oft er um hefðbundnar pestar að ræða en stundum geta alvarlegri veikindi gert vart við sig. Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir tíu einkenni sem foreldrar ungra barna ættu aldrei að leiða hjá sér heldur ráðfæra sig við lækni. Breska blaðið Mirror tók saman.

1. Hár hiti

Hiti yfir 37,5 gráður er það sem kallað er í daglegu tali, hiti. Margir læknar segja að hitinn einn og sér sé ekki eins mikilvægur og það hvernig barnið ber sig. Ef barnið leikur sér eins og venjulega og borðar eins og venjulega er líklega engin ástæða til að hafa áhyggjur. En ef börnin eru ekki sjálfum sér lík gæti það verið merki um eitthvað sem læknar þyrftu að skoða. Undantekningin eru börn undir þriggja mánaða, ef þau fá háan hita eiga þau alltaf að fara til læknis.

2. Hiti með útbrotum, hnakkastífleika og höfuðverk

Þessi einkenni og fleiri til, svo sem uppköst, ruglingur og viðkvæmni fyrir ljósi, gætu verið merki um heilahimnubólgu sem getur reynst lífshættuleg. Það er mikilvægt að hafa í huga að stundum gera öll þess einkenni ekki vart við sig, til dæmis hnakkastífleiki og útbrot. Mikilvægt er að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar einkennin gera vart við sig og leita til læknis.

3. Óvenjulega mikill grátur

Foreldrar þekkja börn sín og vita hvernig þau gráta, hvenær þau gráta en stundum er erfitt að átta sig á því hvers vegna þau gráta. Margir foreldrar skynja það ef eitthvað er að, stundum heyrist það á grátri barnsins að eitthvað meira amar að en eðlilegt getur talist. Ef gráturinn er mjög mikill og varir í langan tíma gæti það verið merki um veikindi, til dæmis heilahimnubólgu.

4. Öndunarerfiðleikar

Ef þú tekur eftir því að barnið þitt á erfitt með að anda, andar óvenjulega hratt þarftu að fara með það til læknis strax. Barnið þitt gæti verið astma eða veirusýkingu í lungum. Ef barnið andar hratt er það merki um að það líkami þess fái ekki nóg súrefni við venjulegan andardrátt. Farðu strax með barnið til læknis ef þessi einkenni gera vart við sig.

5. Miklar magakvalir

Magakveisur eru algengir hjá ungum börnum en þær ganga oftast yfir á skömmum tíma. Ef barnið þitt kvartar undan miklum verkjum sem vara í langan tíma er það merki um að eitthvað sé að sem þarfnast frekari skoðunar. Barnið þitt gæti verið með botnlangabólgu en merki um það eru verkir hægra meginn í kviðnum, neðarlega.

6. Höfuðverkur, sérstaklega eftir fall

Höfuðverkir eru algengir og ganga yfirleitt yfir á nokkrum tímum. En ef barnið þitt kvartar undan höfuðverk eftir að hafa dottið á höfuðið gæti það verið merki um heilahristing. Þeir sem fá heilahristing kasta stundum upp og verða ringlaðir og því er mikilvægt er að vera vakandi fyrir þessum einkennum.

7. Ofnæmisviðbrögð

Ofnæmi meðal barna hefur farið vaxandi á undanförnum áratugum. Mikilvægt er að hafa nokkur atriði í huga varðandi þetta. Fæðuofnæmi getur stundum verið banvænt, en algengir ofnæmisvaldar eru til dæmis egg, fiskur og hnetur. Þá getur líkaminn framkallað ofsafengin ofnæmisviðbrögð eftir bit frá skordýrum. Ef barnið þitt á erfitt með að anda, kvartar undan verkjum í hálsi, er með bólgna tungnu eða útbrot gæti það verið merki um bráðaofnæmi sem þarf að meðhöndla strax.

8. Yfirlið

Ef það líður yfir barnið þitt án nokkurrar sýnilegrar ástæðu þarftu að fara með barnið þitt til læknis undir eins, jafnvel þó barnið virðist vera við góðu heilsu á eftir.

9. Tíð þvaglát og þyngdartap

Þetta getur verið merki um sykursýki sem þarf að meðhöndla strax. Ef ekki er farið til læknis strax gæti barnið þornað upp.

10. Niðurgangur og uppköst

Sem fyrr segir eru niðurgangspestir og uppköst ekki svo óalgengir kvillar meðal barna. En ef þessi einkenni vara lengi, eða tímunum saman, gæti barnið ofþornað sem er öllum hættulegt, sérstaklega ungum börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.