Luka Modric, leikmaður Real Madrid, var á dögunum valinn besti leikmaður ársins af UEFA en hann átti frábært knattspyrnuár.
Ivan Rakitic, liðsfélagi Modric hjá Króatíu, segir að hann hafi átt verðlaunin skilið og að hann sé í dag besti leikmaður heims.
Lionel Messi liðsfélagi Rakitic hjá Barcelona og hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims en Rakitic segir að nú sé nýr maður kominn með þann titil.
,,Luka er besti leikmaður heims á þessu ári og við erum mjög stolt af honum,” sagði Rakitic við Novi List.
,,Við óskum þess að hann eigi enn eftir að vinna Ballon d’Or verðlaunin því hann á það fullkomlega skilið.”
,,Þeir sem eru öfundsjúkir út í Luka, leyfið þeim að deyja þannig! Ég er stoltur af honum og eins ánægður og ég væri ef ég hefði unnið þessi verðlaun.”