Möguleiki er á því að hætt verði að notast við útivallarmörk í Evrópukeppnum. UEFA hefur staðfest þessar fregnir.
Árlegur fundur knattspyrnustjóra var haldinn í sumar þar sem margir af bestu þjálfurum heims létu sjá sig.
Jose Mourinho, Julen Lopetegui, Thomas Tuchel, Diego Simeone og Rafa Benitez voru á meðal þeirra sem mættu á fundinn sem er haldinn á hverju ári.
Þar var útivallarmarkareglan rædd en margir þjálfarar eru á því máli að sú regla sé úrelt og eigi ekki heima í stærstu keppnum Evrópu lengur.
Reglan var fyrst tekin upp árið 1965 en útivallarmörk telja meira í Evrópukeppnum en mörk skoruð á heimavelli.
UEFA ætlar nú að fara yfir stöðuna og er möguleiki á að þessi regla verði tekin úr gildi á næstu árum.