Stephane Henchoz, fyrrum leikmaður Liverpool og svissnenska landsliðsins, segir að það sé út í hött að Granit Xhaka sé fyrirliði landsliðsins í dag.
Xhaka komst í fréttirnar á HM í sumar er hann fagnaði marki gegn Serbíu með því að mynda tvíhöfða örn sem er skjaldamerki albanska fánans.
Innan raða Sviss eru nokkrir leikmenn sem ólust upp þar í landi en fluttu þangað vegna hernaðaríhlutunar Serbíuhers í Kosovo/Albaníu.
Henchoz segir að Xhaka eigi ekki efni á því að vera fyrirliði og nefnir aðra leikmenn sem ættu að koma til greina.
,,Fyrirliðinn verður að standa fyrir svissnenska liðið og fyrir Sviss. Xhaka gerir það ekki,” sagði Henchoz.
,,Þetta er stórt vandamál. Leikmenn eins og Yann Sommer, Stephan Lichsteiner eða Fabian Schar gætu liðið eins og þeir séu skildir útundan. Alveg eins og stuðningsmenn sem ná ekki að tengja við liðið.”