Erik Hamren nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta íhugar það að spila með þriggja manna framlínu þegar fram líða stundir. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð2.
Hamren er að fara inn í sinn fyrsta leik gegn Sviss í Þjóðardeildinni á laugardag, þar ætlar Hamren ekki að fara í þriggja manna línu.
,,Ég hef líka áhuga á að spila með þriggja manna miðvarðalínu því við erum með mikið af miðvörðum en færri bakverði. Það er eitthvað sem ég er að hugsa núna. Ég vil ekki byrja á því núna samt,“ sagði Hamren á Stöð2.
Það væri áhugavert að sjá hvernig Hamren myndi stilla upp sínu sterkasta byrjunarliði með 3-5-2 leikkerfið.
Ætla má að Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley yrði vinstri vængbakvörður í slíku kerfi. Hörður Björgvin Magnússon yrði líklega miðvörður.
Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson gætu spilað sem fremstu menn og Kolbeinn Sigþórsson gæti komið þar inn ef ferill hans fer aftur á flug.
Væri þetta sterkasta byrjunarlið Íslands í 3-5-2 kerfinu eins og staðan er í dag?
3-5-2:
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Ragnar Sigurðson (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússn (CSKA Moskvu)
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Emil Hallfreðsson (Frosinone)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)
Alfreð Finnbogason (Augsburg)