fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Er Óli Stefán fyrsti af mörgum sem hættir í Pepsi deildinni?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. september 2018 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur hefur sagt starfi sínu lausu þegar tímabilið er á enda. Þetta kom fram í gær, Óli íhugaði mikið að hætta með Grindavík eftir síðustu leiktíð.

Hann tók hins vegar slaginn á nýjan leik og hefur gert fína hluti í sumar. Fjölskylda hans býr á Hornafirði og hefur það áhrif á ákvörðun Ólafs.

Nú þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af Pepsi deild karla eru liðin byrjuð að skoða hvað skal gera haust. Þjálfara og leikmannamál eru ofarlega í hausnum hjá stjórnarmönum.

Ekki er ólíklegt að fleiri breytingar verði á þjálfurum í deildinni. Breytingar gætu orðið á þjálfaramálum hjá KA, ÍBV, Víkingi, Fylki, Kefavík ásamt fleiri liðum.

Srdjan Tufegdzic gæti látið af störfum sem þjálfari KA samkvæmt heimildum 433.is. Þá hafa verið sögur á kreiki um að Kristján Guðmundsson muni láta af störfum sem þjálfari ÍBV. Þær sögur hafa reyndar heyrst oftar en aðrar og ekkert verið til í þeim.

Kristján hefur unnið magnað starf í Eyjum, hann gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra á sínu fyrsta ári og með mikið breytt lið í ár hefur honum tekist að stýra liðinu frá alvarlegi fallbaráttu. Eitthvað sem Eyjamenn hafa ekki þekkt síðustu ár. Þá er Kristján fyrsti þjálfari ÍBV í fleiri ár sem stoppar í meira en eitt tímabil, eitthvað sem Eyjafólk hefur kallað eftir. Stöðuleiki í þjálfaramálum.

Líkur eru á að Logi Ólafsson hætti sem þjálfari Víkings og þá gæti Helgi Sigurðsson róað á önnur mið úr Árbænum, hann er orðaður við starfið í Víkinni.

Þá tók Eysteinn Húni Hauksson við Keflavík á miðju sumri og hefur ekki náð að snúa við afar slöku gengi liðsins. Það er því ekki víst að hann haldi starfinu.

Þá er Rúnar Kristinsson, þjálfari KR orðaður við starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ. Það verður þó að teljast ólíklegt að hann yfirgefi KR, eftir eitt ár þar sem hann er að reyna að koma liðinu aftur í fremstu röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman