fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Er Óli Stefán fyrsti af mörgum sem hættir í Pepsi deildinni?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. september 2018 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur hefur sagt starfi sínu lausu þegar tímabilið er á enda. Þetta kom fram í gær, Óli íhugaði mikið að hætta með Grindavík eftir síðustu leiktíð.

Hann tók hins vegar slaginn á nýjan leik og hefur gert fína hluti í sumar. Fjölskylda hans býr á Hornafirði og hefur það áhrif á ákvörðun Ólafs.

Nú þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af Pepsi deild karla eru liðin byrjuð að skoða hvað skal gera haust. Þjálfara og leikmannamál eru ofarlega í hausnum hjá stjórnarmönum.

Ekki er ólíklegt að fleiri breytingar verði á þjálfurum í deildinni. Breytingar gætu orðið á þjálfaramálum hjá KA, ÍBV, Víkingi, Fylki, Kefavík ásamt fleiri liðum.

Srdjan Tufegdzic gæti látið af störfum sem þjálfari KA samkvæmt heimildum 433.is. Þá hafa verið sögur á kreiki um að Kristján Guðmundsson muni láta af störfum sem þjálfari ÍBV. Þær sögur hafa reyndar heyrst oftar en aðrar og ekkert verið til í þeim.

Kristján hefur unnið magnað starf í Eyjum, hann gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra á sínu fyrsta ári og með mikið breytt lið í ár hefur honum tekist að stýra liðinu frá alvarlegi fallbaráttu. Eitthvað sem Eyjamenn hafa ekki þekkt síðustu ár. Þá er Kristján fyrsti þjálfari ÍBV í fleiri ár sem stoppar í meira en eitt tímabil, eitthvað sem Eyjafólk hefur kallað eftir. Stöðuleiki í þjálfaramálum.

Líkur eru á að Logi Ólafsson hætti sem þjálfari Víkings og þá gæti Helgi Sigurðsson róað á önnur mið úr Árbænum, hann er orðaður við starfið í Víkinni.

Þá tók Eysteinn Húni Hauksson við Keflavík á miðju sumri og hefur ekki náð að snúa við afar slöku gengi liðsins. Það er því ekki víst að hann haldi starfinu.

Þá er Rúnar Kristinsson, þjálfari KR orðaður við starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ. Það verður þó að teljast ólíklegt að hann yfirgefi KR, eftir eitt ár þar sem hann er að reyna að koma liðinu aftur í fremstu röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt
433Sport
Í gær

Stjarnan staðfestir komu tveggja landsliðsmanna frá Sierra Leone

Stjarnan staðfestir komu tveggja landsliðsmanna frá Sierra Leone
433Sport
Í gær

Haaland fer fljúgandi inn í nýtt tímabil á nýjum alvöru trukk

Haaland fer fljúgandi inn í nýtt tímabil á nýjum alvöru trukk