fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Ragnar vill ekki fara út í það af hverju hann ætlaði að hætta í landsliðinu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. september 2018 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson miðvörður Rostov og íslenska landsliðsins er hættur við að hætta í íslenska landsliðinu. Ragnar tilkynnti eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi að hann væri hættur með landsliðinu.

Ragnar var hins vegar ekki hættur lengi, hann er mættur í landsliðið á nýjan leik. Í fyrsta verkefni eftir að HM í Rússlandi lauk.

Erik Hamren tók við liðinu eftir HM og hann lagði mikla áherslu á að fá Ragnar með, miðvörðurinn hefur verið einn besti leikmaður landsliðsins síðustu ár.

„Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því, sem ég vil helst ekkert fara nánar út í,“ sagði Ragnar við Guðmund Benediktsson á Stöð2 í gær.

„En það eru margir búnir að hvetja mig til þess að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt í mig og spurt mig út í þetta.“

Hamren talaði við Ragnar og hann er spennur fyrir framhaldinu, Ísland mætir Sviss í Þjóðardeildinni á laugardag.

„Svo talaði ég við nýju þjálfarana og mér finnst eins og það séu spennandi hlutir að fara að koma.“

Hér að neðan má sjá færslu Ragnars á Instagram þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur í landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt
433Sport
Í gær

Stjarnan staðfestir komu tveggja landsliðsmanna frá Sierra Leone

Stjarnan staðfestir komu tveggja landsliðsmanna frá Sierra Leone
433Sport
Í gær

Haaland fer fljúgandi inn í nýtt tímabil á nýjum alvöru trukk

Haaland fer fljúgandi inn í nýtt tímabil á nýjum alvöru trukk