fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Jónas vill að börnum verði bannað að skalla boltann

433
Mánudaginn 3. september 2018 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er sammála umræðunni erlendis um að banna eigi skallabolta í fótbolta þegar um er að ræða börn og unglinga, hvort sem er á æfingum eða í keppni,“ sagði Jónas G. Halldórsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, í samtali við Morgunblaðið um helgina.

Þar kom fram að létt höfuðhögg, til dæmis við að skalla bolta, geti komið af stað hreyfingum á vefi heilans. Afleiðingarnar geti verið slæmar, til dæmis höfuðverkur, svimi, þreyta, kvíði og depurð. Þeim sérfræðingum fjölgi sem vilja banna skallabolta hjá börnum og unglingum vegna þess að afleiðingarnir geti verið óafturkræfar.

„Börn eru með til­tölu­lega þunna og viðkvæma höfuðkúpu, sem ver heil­ann ekki eins vel og höfuðkúpa full­orðinna. Svona skalla­bolt­ar geta orðið nokkuð marg­ir á æf­ingu eða í fót­bolta­leik svo þetta safn­ast upp, þannig að jafn­vel þótt högg­in séu létt og börn­in rot­ist ekki eða fái ein­kenni heila­hrist­ings, þá er þetta end­ur­tekið áreiti á heil­ann,“ seg­ir Jón­as við Morgunblaðið.

Í Bandaríkjunum hefur verið til umræðu að banna skallabolta barna og takmarka hann hjá unglingum og segist Jónas sammála þessari umræðu. „Höfuðkúp­an hef­ur ekki náð full­um styrk­leika. Heil­inn er viðkvæm­ur fyr­ir þess­um end­ur­teknu höfuðhögg­um. Og það skort­ir á lík­am­leg­an styrk, ein­beit­ingu og færni við að skalla bolt­ann, sem get­ur skipt veru­legu máli.“

Þá er rætt við Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóra KSÍ, sem segir að KSÍ fylgist með gangi mála hjá FIFA og UEFA sem eru að skoða þessi mál. „Ef þessi stóru sambönd koma með nýjar leiðbeiningar um þetta förum við eftir þeim.“

Umfjöllun Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt
433Sport
Í gær

Stjarnan staðfestir komu tveggja landsliðsmanna frá Sierra Leone

Stjarnan staðfestir komu tveggja landsliðsmanna frá Sierra Leone
433Sport
Í gær

Haaland fer fljúgandi inn í nýtt tímabil á nýjum alvöru trukk

Haaland fer fljúgandi inn í nýtt tímabil á nýjum alvöru trukk