Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um fagnið fræga sem hann bauð upp á í leik gegn West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Klopp fagnaði öðru marki Liverpool á mjög undarlegan hátt en hann segist sjálfur ekki geta stjórnað því hvernig hann fagnar mörkum.
,,Þetta er orðið ‘GIF’. Þú getur sent þetta sem skilaboð ef einhver er að fagna marki á klikkaðan hátt. Það er ekki of gaman,“ sagði Klopp.
,,Þegar ég sá þetta þá vissi ég ekki af þessu. Mér leið ekki eins og þetta væri svona furðulegt þegar ég fagnaði.“
,,Þetta kom mér á óvart. Ég held að þetta hafi gerst í öðru markinu. Ef þú ert ekki ánægður með að ná tveggja marka forystu rétt fyrir leikhlé þá er eitthvað að þér.“
,,Ef ég gæti ráðið því hvernig ég fagna mörkunum þá myndi ég líta allt öðruvísi út.“
Klopp needs to work on his celebration on the training pitch. Yeah right ?? pic.twitter.com/FQ5FT2of78
— Rizwaan Ali (@Riz1istan) 12 August 2018