fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Segir að enginn leikmaður Arsenal komist í lið Chelsea

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tapaði 3-2 gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina en liðin áttust við á Stamford Bridge.

Boðið var upp á fjörugan leik í London en Chelsea komst í 2-0 áður en gestirnir svöruðu fyrir sig og jöfnuðu í 2-2. Sigurmark Chelsea gerði svo Marcos Alonso í seinni hálfleik.

Jamie Redknapp, sparkspekingur Sky Sports, hefur áhyggjur af Arsenal og segir að ekki einn leikmaður liðsins kæmist í byrjunarlið Chelsea.

,,Arsenal sýndi kannski baráttu í að koma til baka gegn Chelsea en þetta 3-2 tap setur aðeins pappír yfir rifurnar,“ sagði Redknapp.

,,Ef ég horfi á þetta Arsenal lið þá hefði ekki einn leikmaður þarna komist í besta lið Maurizio Sarri. Það er engin samvinna á milli Shkodran Mustafi og Sokratis í vörninni.“

,,Cesar Azpilicueta er betri varnarlega og sóknarlega en Hector Bellerin og Marcos Alonso hefur verið flottur síðan hann spilaði fyrst árið 2016.“

,,Kepa Arrizabalaga hefði getað gert betur er Henrikh Mkhitaryan skoraði fyrra mark Arsenal en ég væri frekar til í að hafa ungan markvörð sem getur spilað boltanum en Petr Cech sem var í vandræðum. Það var svo engin samkeppni á miðjunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið