fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Gríðarleg mismunum – Kvennaliðin látin vinna á leikjum karlaliðanna

433
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona segir misrétti á milli karla og kvenna gríðarlegt í knattspyrnuheiminum hér á landi. Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um rannsókn sem hún vann. Setti hún fókus á æfingatíma, klefamál, aðgengi að sjúkraþjálfara og hvort liðið væri með liðstjóra. Niðurstöðurnar eru sláandi. Í ljós kom að mismunað er í öllum tilfellum en einnig var skoðað þema þar sem leikmenn leiða börn inn á völl, æfingafatnað, þvott, fjáraflanir og upplifun fyrirliða.

„Mest mismunun kom fram í klefamálum. Í fimm af tíu tilfellum voru karlarnir með stærri klefa en konur. Þeir eru einnig í miklu meira mæli með sérklefa, bara fyrir sig, en kvennaliðin deila þeim oftar með öðrum,“ segir Margrét í samtali við Morgunblaðið.

Einn fyrirliði greindi frá að kvennalið í einu félagi hafði einn liðsstjóra en karlaliðið tvo. Þá þurfti fyrirliði eins liðs að úthluta æfingabúnaði, panta þá og láta leikmenn fá númer og æfingaföt.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru eftirfarandi en nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

„40% kvennaliðanna þurftu að vinna á leikjum karlaliðsins í sama félagi en ekkert karlaliðanna þurfti að vinna á leikjum kvennaliðsins. 30% kvennaliðanna voru með klefa sem aðrir notuðu líka en 10% karlaliðanna. 20% kvennaliðanna fengu ekki sjúkraþjálfara aukalega á æfingar en öll karlaliðin fengu sjúkraþjálfara aukalega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Frá Liverpool til Bayern á meira en tíu milljarða

Frá Liverpool til Bayern á meira en tíu milljarða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samfélagið harmi slegið í kjölfar andláts 10 ára barns

Samfélagið harmi slegið í kjölfar andláts 10 ára barns
433Sport
Í gær

Telur að Tottenham sé ‘of lítið lið’ fyrir sig

Telur að Tottenham sé ‘of lítið lið’ fyrir sig
433Sport
Í gær

Trafford kominn til Manchester City

Trafford kominn til Manchester City
433Sport
Í gær

Skrifar undir þriggja ára samning í Danmörku

Skrifar undir þriggja ára samning í Danmörku
433Sport
Í gær

Þetta er nú verðmiðinn á Sancho

Þetta er nú verðmiðinn á Sancho