Real Madrid á Spáni er að leita að leikmanni til að taka við af Cristiano Ronaldo sem fór til Juventus í sumar.
Margir leikmenn hafa verið orðaðir við Real og þá sérstaklega Eden Hazard, stjarna Chelsea á Englandi.
Nú er greint frá því að Real sé óvænt að undirbúa tilboð í Rodrigo, fyrrum framherja Bolton á Englandi.
Rodrigo er á mála hjá Valencia þessa stundina og er félagið talið vilja 80 milljónir evra fyrir þennan 27 ára gamla leikmann.
Rodrigo byrjaði ferilinn einmitt í unglingaliði Real en hann skoraði 19 mörk fyrir Valencia á síðustu leiktíð er liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar.
Rodrigo fékk aldrei séns með aðalliði Real og var seldur til Benfica árið 2010 áður en hann var lánaður til Bolton.