Real Madrid á Spáni hafði áhuga á að fá markvörðinn Alisson í sínar raðir í sumar frá Roma á Ítalíu.
Real leitar að nýjum markverði fyrir næsta tímabil en horfir nú til Thibaut Courtois hjá Chelsea.
Alisson ákvað á endanum að semja við Liverpool en hann kostaði félagið 67 milljónir punda.
Real átti í raun aldrei möguleika á að fá Alisson en liðið var aðeins tilbúið að borga 35 milljónir punda fyrir Brassann.
Liverpool hefur undanfarna sex mánuði reynt að fá Alisson samkvæmt brasilíska miðlinum Globo Esporte.
Enska liðið var tilbúið að borga þann pening sem Roma vildi fá fyrir Alisson og er hann nú dýrasti markvörður sögunnar.