fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Valur úr leik í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan leik í Noregi

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rosenborg 3-1 Valur (3-2)
1-0 Nicklas Bendtner(víti, 55′)
2-0 Anders Trondsen(72′)
2-1 Kristinn Freyr Sigurðsson(víti, 85′)
3-1 Nicklas Bendtner(víti, 92′)

Valur er úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir viðureign við norska liðið Rosenborg.

Valur vann fyrri leik liðanna 1-0 á Origo vellinum en síðari leikurinn fór fram í kvöld í Noregi.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en á 55. mínútu komust heimamenn yfir er Nicklas Bendtner skoraði úr vítaspyrnu.

Rosenborg bætti svo við marki á 72. mínútu leiksins er Anders Trondsen skoraði með skalla eftir lélegan varnarleik Valsara.

Valur fékk hins vegar svo vítaspyrnu á 84. mínútu leiksins og úr henni skoraði Kristinn Freyr Sigurðsson og útlitið bjart.

Rosenborg fékk svo aðra vítaspyrnu á 92. mínútu leiksins en sá dómur var virkilega strangur. Hendi dæmd á Bjarna Ólaf Eiríksson.

Úr spyrnunni skoraði Nicklas Bendtner en Anton Ari Einarsson varði boltann í slá og inn.

Valsmönnum tókst ekki að skora annað mark og fer Rosenborg því áfram og mætir liði Celtic í næstu umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar