fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Heimir hættir með landsliðið

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 10:09

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram þjálfari A landsliðs karla. Þetta var staðfest á vef KSÍ nú rétt í þessu. Heimir hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2011, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, síðar með Lagerbäck. Hann tók svo einn við stjórnartaumunum eftir EM í Frakklandi árið 2016.

„Sem kunnugt er urðu aðilar ásáttir um að gefa sér góðan tíma til að meta stöðuna í aðdraganda úrslitakeppni HM 2018, og taka upp þráðinn að móti loknu.  Niðurstaðan er sú að Heimir hættir með liðið,“ segir í tilkynningunni.

„Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni.  KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

„Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið fyrir.  Hluti af hópi sem hefur rutt leiðina fyrir komandi kynslóðir og gert svo ótal margt í fyrsta skipti í sögunni.  Það eru forréttindi að geta yfirgefið verkefnið á tímapunkti eins og í dag.  Leikmenn á toppi síns ferils og hópurinn með mikla reynslu,“ segir Heimir í fréttatilkynningunni.

KSÍ hefst nú handa við að finna eftirmann Heimis en nánasr verður greint frá gangi mála á blaðamannamannafundi sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ eftir hádegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm