fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Pressan

Donald Trump segir ESB vera óvin Bandaríkjanna – Fake news segir forseti ESB

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 04:36

Konungurinn Trump á forsíðu Time.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB-ríkin notfæra sér Bandaríkin þegar kemur að viðskiptum og af þeim sökum er ESB einn af óvinum Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu. Þetta sagði Trump í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS News þegar hann var spurður hver væri „mesti“ óvinur Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu.

„Við eigum marga óvini. Þegar maður lítur á hvað ESB hefur gert okkur á viðskiptasviðinu þá er það óvinur. Maður myndi kannski ekki hugsa svona um ESB en það er óvinur.“

Sagði hann og lagði áherslu á að hann telji aðildarríkin vera mjög erfið í hegðun.

„Ég virði leiðtoga þessara ríkja. En þegar kemur að viðskiptum hafa þeir svo sannarlega notfært sér okkur og mörg ríkjanna eru einnig í NATO og greiða ekki sinn hluta.“

Bætti hann við.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump gagnrýnir ESB en á fundi með stuðningsmönnum sínum í síðasta mánuði sagði hann að ESB hefði verið stofnað til „að notfæra sér Bandaríkin“ og til að „ráðast á sparibaukinn okkar“.

Donald Tusk, forseti ESB var ekki lengi að svara fyrir sig og sagði að Bandaríkin og ESB væru nánir vinir.

„Hver sá sem segir að við séum óvinir er að dreifa „fake news“.“

Skrifaði hann á Twitter og vísar þar auðvitað til viðvarandi gagnrýni Trump á fjölmiðla sem hann sakar reglulega um að dreifa falsfréttum ef þær falla honum ekki í geð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Óhugnaleg játning: Var orðinn þreyttur á að annast 74 ára leigusala sinn og kom henni fyrir kattarnef

Óhugnaleg játning: Var orðinn þreyttur á að annast 74 ára leigusala sinn og kom henni fyrir kattarnef