Það fer fram stórleikur í næstu viku er Belgía og Frakkland eigast við á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.
Um er að ræða viðureign í undanúrslitum en sigurliðið mætir svo annað hvort Króatíu eða Englandi í úrslitum.
Eden Hazard er einn mikilvægasti leikmaður Belgíu en hann þekkir það vel að spila í Frakklandi.
Hazard gerði garðinn frægan með Lille þar í landi áður en hann samdi við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Hazard er mikill aðdáandi Kylian Mbappe sem spilar með Frökkum og Mbappe er þá mikill aðdáandi Hazard.
,,Kylian Mbappe horfði á myndbönd af mér þegar hann var yngri en í dag þá horfi ég á myndbönd af honum,“ sagði Hazard um félaga sinn.
,,Við höfum rætt saman í gegnum síma nokkrum sinnum. Það sem hann er að gera á þessum aldri er ekki eðlilegt í nútíma fótbolta.“