Það er aðeins tímaspursmál hvenær eitt af stóru liðum Evrópu geri tilboð í framherjann Erling Haland hjá Molde.
Haland er að gera allt vitlaust í Noregi þessa stundina en hann spilar með aðalliði Molde aðeins 17 ára gamall.
Haland er sonur Alf Inge Haland en hann er fyrrum varnarmaður Leeds United og Manchester City.
Manchester United hefur sýnt Haland áhuga og sáu hann skora þrennu í 4-0 sigri á Molde í byrjun mánaðarins.
Haland er fæddur árið 2000 og á fast sæti í liði Molde en stjóri liðsins er fyrrum leikmaður United, Ole Gunnar Solskjær.
Haland hefur gert níu mörk í 15 leikjum fyrir Molde á leiktíðinni og en hann gerði tvö í öruggum sigri á Valeranga í kvöld.
Haland hefur spilað með öllum yngri landsliðum Noregs en á eftir að spila aðalliðsleik.