Eins furðulega og það hljómar þá styttist í það að félagaskiptaglugginn á Englandi loki en lið hafa nú um mánuð til stefnu.
Enski glugginn lokar fyrr en aðrir gluggar í Evrópu en því var breytt á síðasta ári. Lið verða nú að klára sín kaup fyrir fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Það er því við hæfi að skoða dýrustu leikmenn heims en skoðað er 20 leikmenn sem hafa svo sannarlega kostað sitt.
Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar en hann kostaði Paris Saint-Germain 222 milljónir evra á síðasta ári.
Tveir leikmenn á Englandi komast í efstu tíu sætin en það eru þeir Paul Pogba og Romelu Lukaku sem spila báðir með Manchester United.
Hér má sjá 20 dýrustu leikmenn sögunnar en nú er spurning hvort einhver kaup bætist við á þennan lista í sumarglugganum.