fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Plús og mínus – Er það frétt?

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. júlí 2018 17:53

Hilmar Árni skoraði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan kom sér á toppinn í Pepsi-deild karla í dag er liðið heimsótti botnlið Keflavíkur í 11. umferð deildarinnar.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Hilmar Árni Halldórsson gerðu mörk Stjörnunnar í þægilegum 2-0 sigri.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Stjörnumenn voru yfirvegaðir og í raun bara flottir í þessum leik. Gáfu Keflvíkingum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn.

Guðjón Baldvinsson kann ekki bara að skora heldur er hann frábær samherji. Lagði upp bæði mörk Stjörnumanna í dag.

Byrjunin var rosaleg hjá Stjörnunni. Keflvíkingar fengu ekki mínútu á boltanum án þess að vera hundeltir út um allan völl af þeim hvítklæddu.

Hilmar Árni Halldórsson komst á blað í dag. Er það frétt? Skorar alltaf. Hann ætlar að ná þessu markameti.

Mínus:

Keflavík er ekki nógu gott lið fyrir Pepsi-deildina. Það er langt síðan við höfum fengið svona slakt lið sem í raun á ekki séns gegn öðrum liðum deildarinnar.

Maður hefði viljað sjá Stjörnuna bæta bara við eftir annað markið. Keflavík var engin fyrirstaða fyrir toppliðið.

Það á ekki að vera svona mikill gæðamunur á þessum liðum, þau spila bæði í Pepsi-deildinni. Auðvitað er Stjarnan með sterkara lið en þetta var bara miklu meira en það.

Þrjú stig eftir 11 umferðir. Keflavík er á leið niður í Inkasso-deildina og má byrja að undirbúa sig núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Í gær

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir