Enska landsliðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslitum HM í Rússlandi í dag er liðið mætti því sænska.
Tvö mörk voru skoruð í leiknum í dag en þeir Harry Maguire og Dele Alli gerðu mörkin fyrir England.
Maguire hefur komið sterkur inn í enska landsliðið en hann var keyptur til Leicester City síðasta sumar.
Twitter-færsla sem Maguire birti árið 2016 er nú mjög vinsæl en hann hafði þá gert sér leið í Ikea sem eins og flestir vita er sænsk verslun.
Maguire var í bölvuðu basli með að setja saman lampa sem hann keypti og lofaði því að hann myndi ná fram hefndum gegn Svíum.
Það tókst í dag en tíst hans má sjá hér fyrir neðan.
Harry Maguire warned you 2 years ago, Sweden…#ENGvSWE pic.twitter.com/TL5aChRc3Z
— BetVictor (@BetVictor) 7 July 2018