Hugo Lloris stóð í marki franska landsliðsins í dag er liðið mætti því úrúgvæska í 8-liða úrslitum HM.
Lloris stóð sig vel í markinu í 2-0 sigri Frakklands og mætir liðið Belgíu í undanúrslitum mótsins.
Markvörðurinn lenti í skondnu atvikið í fyrri hálfleik er hann var næstum búinn að gleypa drekaflugu.
Flugan flaug að munni Lloris og lenti á vörum hans áður en Frakkinn brást við og kom henni burt.
Eins og má sjá hér fyrir neðan var honum ansi brugðið!
18. Hugo Lloris having a bug fly into his mouth #FRA #URU pic.twitter.com/P0dpVZwNeu
— Israel (@Morales_Israel6) 6 July 2018