Það fer fram stórleikur á morgun er Svíþjóð og England mætast í 8-liða úrslitum HM í Rússlandi.
Bæði lið hafa staðið sig með prýði á mótinu en fyrir leikinn er enska liðið talið sigurstranglegra.
Zlatan Ibrahimovic, fyrrum fyrirliði Svía, hefur þó fulla trú á sínum mönnum og tók veðmál við David Beckham, fyrrum stjörnu Englands.
Ef Svíþjóð vinnur England þá þarf Beckham að fara með Zlatan í stórverslunina Ikea og kaupa eitthvað fallegt sem færi í nýtt hús Zlatan í Los Angeles þar sem hann nú býr.
Ef England vinnur hins vegar þá þarf Zlatan að mæta á Wembley í treyju enska landsliðsins og borða enskan mat í hálfleik.
Skemmtilegt veðmál sem þeir félagarnir gerðu en þeir þekkjast vel eftir að hafa spilað saman á ferlinum.
Hér má sjá þá tvo ræða veðmálið á Instagram.