Sigurbergur Elísson gaf það út í gær að hann væri að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall.
Sigurbergur hefur verið að glíma við þrálát meiðsli undanfarin ár en hann kom þó aðeins við sögu í Pepsi-deildinni í sumar með Keflavík.
Kantmaðurinn meiddist svo í leik gegn ÍBV fyrr á leiktíðinni og hefur nú ákveðið að taka sér frí, allavegana tímabundið.
Ólafur Karl Finsen, leikmaður Vals, þekkir Sigurberg vel og neitar hann að trúa því að félagi sinn sé hættur.
Óli Kalli og Sigurbergur eru góðir félagar og talar sá fyrrnefndi afar vel um vin sinn í færslu á Twitter.
Hér má sjá færslu Óla á Twitter.
Glataðar fréttir úr keflavik @sigurbergur23 geggjaður fótboltamaður en lika skemmtilegasti samherji og besti vinur sem fótboltinn gaf mér.Alltaf með harðsperrur í maganum af hlátri eftir að hitta hann og búinn að hlakka til að spila með honum aftur svo ég bara neita að trúa þessu pic.twitter.com/Wc8rfa1EVP
— Ólafur Karl Finsen (@olikalli17) 5 July 2018