fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
433Sport

Þetta eru bestu leikmenn sögunnar að mati Gumma Ben

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. júlí 2018 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, fyrrum landsliðsmaður, var gestur í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football í dag.

Gummi Ben þekkir fótboltann inn og út en hann var sjálfur mjög góður knattspyrnumaður á sínum tíma.

Hann átti sína hetju er hann var yngri en Gummi segir að Diego Maradona hafi verið sinn uppáhalds leikmaður er hann var yngri.

Það er þó erfitt fyrir hann að velja á milli Maradona og Lionel Messi þegar kemur að bestu leikmönnum sögunnar.

,,Ég held að maður verði að segja Maradona. 1986 var ég 12 ára þegar Maradona tekur HM yfir og vinnur titilinn fyrir Argentínu,“ sagði Gummi um hver var hans uppáhalds leikmaður.

,,Það sem sá gæi gerði í þeirri keppni og ekki bara þeirri keppni. Ég held að hann hafi fyrst komið í landsliðið 1982 og ég man glefsur úr þeirri keppni á Spáni en þetta var gæi sem var með eitthvað allt annað og miklu meira en maður hafði séð.“

,,Ég sveifla á milli hans og Lionel Messi sem bestu leikmenn sögunnar. Þá tala ég um bestu fótboltamenn því Cristiano Ronaldo á klárlega heima þarna í þessari upptalningu en það er meira fótboltatalent í þessum leikmönnum. Ronaldo er einn ótrúlegasti íþróttamaður sem maður hefur séð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ná samkomulagi við leikmanninn en neita að hækka upphæðina

Ná samkomulagi við leikmanninn en neita að hækka upphæðina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að fyrrum landsliðsþjálfarinn hafi gert stór mistök – Stærsta stjarnan gefur ekki kost á sér

Segir að fyrrum landsliðsþjálfarinn hafi gert stór mistök – Stærsta stjarnan gefur ekki kost á sér
433Sport
Í gær

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum
433Sport
Í gær

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag
433Sport
Í gær

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal