Rússnenskur vörubílstjóri tók upp á skemtilegum leik í borginni Rostov-on-Don yfir HM í Rússlandi.
Þessi ágæti maður var stöðvaður af lögreglunni í borginni og virtist ekki átta sig á því af hverju hann var stoppaður.
Bílstjórinn laug þá að lögreglunni og sagðist vera frá Íslandi og að hann væri í Rússlandi til að sjá liðið spila á HM þar í landi.
,,Ég er frá Íslandi, ég er partur af íslenska aðdáendaklúbbnum,“ sagði bílstjórinn við lörgegluþjóninn og reyndi að forðast sekt.
Lögregluþjónninn var ekki að kaupa þetta leikrit bílstjórans og ræddi ítrekað við hann á rússnensku.
Þetta leikrit bílstjórans skilaði sér þó að lokum en hann fékk að fara án þess að borga. Hann kvaddi þó lögregluþjóninn á rússnensku og fékk bros til baka.
Atvikið má sjá hér fyrir neðan.