Það stefnir allt í það að Cristiano Ronaldo sé á leið til Juventus á Ítalíu fyrir 88 milljónir punda.
Ronaldo hefur undanfarin níu ár leikið með Real Madrid en mun nú reyna fyrir sér í fyrsta skiptið á Ítalíu.
BeIN Sports greinir frá því í kvöld að Ronaldo muni fá treyjunúmerið sjö hjá Juventus.
Juan Cuadrado klæddist treyju númer sjö hjá Juventus á síðustu leiktíð en hann þarf að skipta um númer vegna komu Ronaldo.
Ronaldo elskar sjöuna en það var bæði númer hans um tíma hjá Manchester United og svo síðar Real.