Enska landsliðið mun mæta því sænska í 8-liða úrslitum HM í Rússlandi en leikið er á laugardaginn.
Liðin mættust síðast árið 2012 í vináttuleik er Zlatan Ibrahimovic skoraði fernu í 4-2 sigri Svía.
Lið Englands er þó skipað allt öðrum leikmönnum í dag en aðeins fjórir leikmenn sem voru í hópnum árið 2012 spila í Rússlandi.
Það eru þeir Gary Cahill, Ashley Young, Danny Welbeck og Raheem Sterling.
Hér má sjá hvernig England stillti upp árið 2012.
Markvörður:
Joe Hart
Varnarmenn:
Glen Johnson
Steven Caulker
Gary Cahill
Leighton Baines
Miðjumenn:
Tom Cleverley
Steven Gerrard
Leon Osman
Ashley Young
Framherjar:
Raheem Sterling
Danny Welbeck
Varamenn:
Carl Jenkinson
Ryan Shawcross
Jack Wilshere
Tom Huddlestone
Daniel Sturridge
Wilfried Zaha