Margir ættu að hafa tekið eftir setningunni ‘It’s coming home’ undanfarna daga er fjallað er um enska landsliðið.
Enska liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum HM á dögunum en liðið vann sigur á Kólumbíu í 16-liða úrslitum keppninnar eftir vítakeppni.
‘It’s coming home’ er alls staðar á samskiptamiðlum þessa dagana eftir gott gengi Englands í keppninni í Rússlandi.
Fólk veltir sér kannski fyrir sér hvað sé verið að tala um en vitnað er í lag sem kom út fyrir EM 1996.
Lagið ‘Three Lions’ var þá gefið út af hljómsveitinni The Lightning Seeds fyrir mótið sem var haldið á Englandi.
Englendingar eru oft bjartsýnir fyrir stórmót og vilja oftar en ekki meina að fótboltinn sé nú loksins að koma heim en í ár þá eru möguleikar liðsins meiri en oft áður.
Íþróttin fallega var einmitt fundinn upp á Englandi og er því talað um í laginu að knattspyrnan sé á heimleið.
Enska landsliðið náði góðum árangri á mótinu og koms alla leið í undanúrslit en tapaði þar gegn Þýskalandi í vítaspyrnukeppni.
Hér fyrir neðan má heyra lagið umtalaða.