Eins og flestir vita hefur myndandsdómgæsla verið notuð á HM í Rússlandi í sumar og hefur svo sannarlega vakið upp umræðu hjá fólki.
Fólk er annað hvort með eða á móti VAR en mun fleiri vítaspyrnur hafa til að mynda verið gefnar eftir að þessi tækni var kynnt til leiks.
Bóas, stuðningsmaður KR í Pepsi-deild karla, vildi sjá VAR í leik liðsins við Víking Reykjavík um helgina.
Bóas er harður stuðningsmaður KR og hefur lengi verið en hann mætir á alla leiki liðsins.
Bóas bað um VAR með handahreyfingum í stúkunni en því miður þá erum við aðeins eftir á hér á Íslandi og er slík tækni ekki í boði.
Myndband af atvikinu má sjá hér en það var Tommy Pullen sem birti það á Twitter.
Witnessed some top flight Icelandic football for the first time today. Not only did this bloke bring his own red card, but he also requested VAR. The ground doesn’t even have a big screen. Gotta love this guy. pic.twitter.com/TNSUoy5NEW
— Tommy Pullen (@tommypullen) 1 July 2018