Það er búið að draga um hvaða lið mætast í undanúrslitum Mjólkurbikars karla og kvenna.
Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag og er óhætt að segja að spennan verði í hámarki í næstu umferð keppninnar.
Í karlaflokki mætast Stjarnan og FH og svo Breiðablik og Víkingur R./Víkingur Ó. en þau lið eiga eftir að spila leik sinn í 8-liða úrslitum.
Leikur Víkings og Víkings fer fram þann 18. júlí næstkomandi en undanúrslitin eru svo þann 15. og 16. ágúst.
Í kvennaflokki verður alveg jafn mikil spenna en stórlið Vals og Breiðabliks mætast á Kópavogsvelli.
Fylkir og Stjarnan eigast þá við í hinum leiknum en sá leikur verður spilaður í Árbænum.
Undanúrslit í karlaflokki:
Stjarnan – FH
Breiðablik – Víkingur R./Víkingur Ó.
Undanúrslit í kvennaflokki:
Breiðablik – Valur
Fylkir – Stjarnan