Það vakti athygli í gær er myndband af sjúkraþjálfara Kólumbíu, Eduardo Urtasun, birtist á mörgum samskiptamiðlum.
Urtasun steig fyrir Raheem Sterling, leikmann enska landsliðsins, er hann hljóp til búningsklefa í hálfleik í viðureign Kólumbíu og Englands.
Urtasun stjakaði við Sterling sem skildi ekkert hvað var í gangi og sem betur fer fyrir Englendinga hunsaði hann skrípaleik þjálfarans.
Sterling hefur nú tjáð sig um atvikið en hann segir að þetta hafi verið heimskulegt hjá Kólumbíumanninum.
,,Ég man bara að ég var að hlaupa og einhver ákvað að stíga inn í mig,“ sagði Sterling.
,,Ég horfði bara aftur á hann. Við vorum með leikplan og vissum hverju yrði kastað að okkur. Þetta var ansi kjánalegt af honum.“