Raheem Sterling spilaði með enska landsliðinu í gær sem mætti Kólumbíu í 16-liða úrslitum HM.
Sterling er fastamaður í enska liðinu en hann á að baki 41 landsleik aðeins 23 ára gamall.
Sterling skoraði mikið fyrir Manchester City á síðustu leiktíð en hann hefur ekki verið iðinn við kolann með landsliðinu.
Sterling hefur nú spilað yfir 1000 mínútur fyrir England án þess að skora mark en hans síðasta mark kom árið 2015.
Sterling hefur gert tvö mörk fyrir landsliðið en þau komu gegn Litháen og Eistlandi í undankeppni EM 2016.
Það kom þó ekki að sök í gær en England tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit HM með því að sigra Kólumbíu í vítakeppni.